Bibs Couture Sílikon Snuð 2pk | Dusky Lilac & Heather | Stærð 1
Regular price 1.890 krSendingarkostnaður reiknast í næstu skrefum.
BIBS Couture snuðin eru nýjustu snuðin í BIBS fjölskyldunni. Snuðin eru hágæða nútíma snuð þar sem túttan hefur verið hönnuð útfrá líffærafræðilegri lögun geirvörtunnar. Túttan er bogin efst til þess að passa náttúrulega við góm barnsins og auðvelda staðsetningu tungunnar við notkun.
Lögun túttunnar á Couture snuðunum veitir þannig sem minnstan þrýsting á kjálka, tannhold og tennur barnsins.
Til að styðja við rétta stöðu snuddunnar við notkun þá hefur skjöldurinn einnig verið hannaður í lögun eins og fiðrildi.- Pakkinn inniheldur 2 snuð
- Efni: Sílíkon (e. silicone) tútta. Skjöldurinn er gerður úr 100% food-safe efni sem er án BPA, PVC og phthalates.
- Snuðin koma í 2 stærðum: stærð 1 (0-6 mánaða) og stærð 2 (6+ mánaða)
- Hannað og framleitt í Danmörku
Fyrir fyrstu notkun: Ráðlagt er að sótthreinsa snuðin upp úr sjóðandi heitu vatni fyrir fyrstu notkun.
Þvottaleiðbeiningar: Mælt er með því að sjóða vatn og hella því í skál, setja snuðin í skálina og bíða í 5 mínútur. Athugið að vatn getur komist inn í túttuna við þvott. Mikilvægt er að kreista vatnið úr túttunni eftir á til að ganga úr skugga um að ekkert vatn sé í túttunni fyrir notkun. Ekki er mælt með því að sjóða snuðin í potti til þess að þrífa þau né setja þau í uppþvottavél.
Athugið að mælt er með því að skipta snuðunum út eftir 4-6 vikna notkun.