Vafningsteppin frá danska hönnunarmerkinu Fabelab er fullkomin fjölnota gjöf fyrir tilvonandi og nýbakaða foreldra. Teppin eru búin til úr mjúku og teygjanlegu lífrænu bómullarefni sem bæði hreyfist og teygist með barninu. Teppin eru tilvalin fyrir nýfædd börn og sérstaklega góð við óværð ungra barna en þau geta veitt barninu aukið öryggi og hjálpað því að ná ró. Teppinn hjálpa til við að reifa (e. swaddle) barnið þar sem teppinu er þá vafið þétt um líkama barnsins til að líkja eftir stöðu þess í móðurkviði sem oft getur hjálpað við að róa barnið og hjálpað því að festa svefn fyrir lúrinn.
Hér í fallegum gráum lit. Einnig er hægt að nota vafningsteppið sem ábreiðu fyrir barnavagninn sem og sjal fyrir brjóstagjöfina.
Eiginleikar
Vilt þú fá fréttir af nýjum vörum, tilboðum og fjölbreyttum gjafahugmyndum? Ekki hika við að skrá þig á póstlistann okkar og vertu fyrst/ur til að fá fréttirnar