Hvernig á að hreinsa snuð á réttan hátt?

Hvernig á að hreinsa snuð á réttan hátt?

Hvernig á að dauðhreinsa snuð?

Þegar þú hreinsar snuð skaltu fylgja þessum þremur einföldu skrefum:

  1. Settu snuðið í hreina skál. Hellið sjóðandi heitu vatni yfir. Leyfðu þeim að liggja í vatninu í u.þ.b. 5 mín.
  2. Fjarlægðu þau úr skálinni og leyfðu þeim að þorna á hreinu handklæði.
  3. Notaðu handklæðið til að ná úr öllu vatni sem kann að hafa safnast saman í túttunni.

 

Hreinsileiðbeiningar - hverning skal þvo snuð.

RÁÐ: Þegar barnið er eldra en 3 mánaða er einnig hægt að skolað snuðin með því að leggja það í sigti og hella yfir þau með sjóðandi vatni. Þessi aðferð tekur styttri tíma og vatn safnast síður inni í túttunni.


Hversu oft ætti ég að þrífa snuðin?

Tíð þrif á snuðunum er hluti af góðu hreinlæti. Því yngra sem barnið er, því mikilvægara er að vernda það gegn bakteríum og viðhalda góðu hreinlæti snuðsins. Þetta stafar meðal annars af því að ónæmiskerfi barnsins hefur ekki enn kynnst talsverðum fjölda af mismunandi bakteríum og því enn ekki lært að „verja sig“ gegn þeim.

Fyrirburar og börn allt að 3 mánaða þurfa rækilegri og tíðari þrif en börn eldri en 3 mánaða. Þess vegna þarf að þrífa snuðið oftar þegar barnið er yngra en 3 mánaða.

0-3 mánaða

Hreinsa þarf snuðið í hvert skipti sem það hefur verið á gólfinu. Að auki verður að dauðhreinsa snuðið að minnsta kosti einu sinni á dag.

3+ mánaða

Dauðhreinsaðu (e. sterilize) snuðið einu sinni á dag og skolaðu það undir köldu rennandi kranavatni ef það hefur legið á gólfi.

Mega snuð fara í uppþvottavél?

Kannið í leiðbeiningum frá hverjum framleiðanda fyrir sig hvort snuðið megi þvo í uppþvottavél. Snuðin frá BIBS má til að mynda ekki setja í uppvottavél þar sem hún brýtur niður náttúrulegt gúmmí.

Gott ráð getur verið að toga reglulega í túttu snuðsins og í snuðið sjálft til að tryggja það að hún sé heil. Þegar túttan er orðin klístruð er hún ónýt og henda þarf snuðinu. Skoða nánari upplýsingar inni á Heilsuvera.is.


Hversu oft þarf ég að skipta út snuðum?

Mikilvægt er að endurnýja snuð eftir 4-6 vikna notkun af öryggis- og hreinlætisástæðum.

Gúmmí latex er náttúrulegt efni og sólarljós, hátt hitastig og raki hefur áhrif á efnið sem flýtir fyrir öldrun latex efnisins. Þ.a.l. breytist efnið og getur orðið brothætt eða klístrað.

Þegar þú verður var við efnisbreytingu verður að skipta um snuð. Fylgstu með öllum breytingum á yfirborðinu, breytingum á stærð og lögun eða rofi í efninu. Skiptu snuðinu út ef þú tekur eftir breytingu.

Þegar barnið er komið með tennur, er mikilvægt að draga túttuna í allar áttir fyrir notkun til að athuga hvort það sé orðið skemmt. Skiptu snuðinu út við fyrstu merki um skemmdir.