Klassísku snuðin frá Bibs eru hönnuð og framleidd í Danmörku. Skjöldurinn á snuðinu er hannaður þannig að hann snertir húð takmarkað sem kemur í veg fyrir að viðkvæm húðin ertist.
Túttan er kringlótt sem á að auka líkindi við brjóstagjöf og veita barninu huggun.
Hér í litunum vanilla og peach.
- Pakkinn inniheldur 2 snuð
- Efni: Náttúrulegt gúmmí latex
- Snuðin koma í 3 stærðum: stærð 1 (0-6 mánaða), stærð 2 (6-18 mánaða) & stærð 3 (18+)
- Án BPS, PVS og phthalates.
- Vottun: Evrópustaðall EN1400
Fyrir fyrstu notkun: Ráðlagt er að dauðhreinsa snuðin fyrir fyrstu notkun.
Þvottaleiðbeiningar: Mælt er með því að sjóða vatn og hella því í skál, setja snuðin í skálina og bíða í 5 mínútur. Athugið að vatn getur komist inn í túttuna við þvott. Mikilvægt er að kreista vatnið úr túttunni eftir á til að ganga úr skugga um að ekkert vatn sé í túttunni fyrir notkun. Ekki er mælt með því að sjóða snuðin í potti til þess að þrífa þau né setja þau í uppþvottavél.
Athugið að mælt er með því að skipta snuðunum út eftir 4-6 vikna notkun.