Sendingar

Já, við sendum hvert á land sem er.

Almennt eru allar pantanir afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun hefur átt sér stað. Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar við afgreiðum vöruna frá okkur.

Af öllum pöntunum dreift af þriðja aðila (Dropp og Íslandspóst) gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar.

Það er því miður ekki hægt að sækja pantanir til okkar eins og er.

Skilað og Skipt

Þú getur sent okkur pöntunina tilbaka með Íslandspóst innan 14 daga eða komið með hana á lagerinn okkar.

Varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri, óskemmdri pakkningu. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.

Sé varan gölluð munum við bjóða þér nýja vöru í staðinn og greiðum að sjálfsögðu allan sendingarkostnað.
Einnig er þér velkomið að skila vörunni og munum við endurgreiða hana sé þess óskað.

Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á bebis@bebis.is með upplýsingum um galla vörunnar.

Tilkynningarfrestur kaupanda vegna galla í vöru er tvö ár eða eftir atvikum fimm ár ef hluti er ætlaður verulega lengri endingatími en almennt gerist sbr. 2. mgr. 27. gr. laga um neytendakaup. Að öðru leyti vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Vörur

Vinsamlega hafðu stærðartöfluna okkar til hliðsjónar við val á réttri stærð.

Stærðartaflan er þó einungis til viðmiðunar. Hafa skal í huga að stærðir geta verið mismunandi á milli vörumerkja.

Sendu okkur endilega skilaboð á Messenger eða tölvupóst til að fá nákvæmari upplýsingar um stærð á tiltekinni vöru.