Fallegt og hagnýtt hnífaparasett sem samanstendur af skeið og gaffli. Settinu fylgir lítið og sætt hulstur og er því auðvelt að taka það með sér á ferðinni. Eftir notkun er hnífapörunum stungið aftur í boxið svo engin þörf er á pokum til að halda utan um óhrein hnífapör ef ekki er hægt að þrífa þau strax.
Mikið er lagt upp úr hönnun hnífaparana en þau eru hönnuð með það í huga að einfalda börnum að ná taki á handfangi þeirra. Áhöldin eru gerð úr hreinu sílíkoni sem gerir þau einstaklega endingargóð og mjúk viðkomu fyrir viðkvæmt tannhold barnsins. Hér í ljósbleikum lit.
Diskur í stíl.
Skeið: 14.1 cm H x 2.3 cm B x 1.8 cm
Gaffal: 14.3 cm H x 2.3 cm B x 1.8 cm
Box: 17.9 cm L x 6.5 cm B x 3.2 cm H
- Þolir örbylgjuofn, ofn og frysti (-40°c til 230°C)
- Má setja í uppþvottavél
- Án BPA
- Úr sílíkoni sem er án allra eiturefna og vottað samkvæmt hæstu evrópsku stöðlum
- FDA og LFGB samþykkt
Vörurnar frá We Might Be Tiny eru bæði fallegar og vistvænar og gera matartíman ekki bara skemmtilegan heldur einnig minna sóðalegan. Vörurnar henta jafnt heima við sem og á ferðinni þar sem þægindi og öryggi eru í forgrunni. Vörurnar eru mjúkar og sveigjanlegar og því engin hætta á að meiða litlar tennur. Vörurnar eru úr sílíkoni sem er án skaðlegra efna eins og BPA, ekki þarf því að hafa áhyggjur af því að vörurnar brotni eða í þær komi sprungur við fall. Þær henta því einstaklega vel þegar börnin eru byrjuð að vilja gera hlutina meira sjálf. Vörurnar endast vel og þær er auðvelt að þrífa. Hönnun þeirra hentar nútíma lífi því mjög vel.